Miðasala

Uppselt í Höllina! – Biðlisti eftir miðum

Kæru Júbílantar

Nú er svo komið að í fyrsta skipti í sögunni er uppselt á Júbílantahátíð MA-stúdenta þann 16. júnínæstkomandi. Myndast hefur biðlisti eftir miðum frá æsispenntum afmælisstúdentum, sem ólmir vilja gleðjast með okkur. Ekki er unnt að bæta við miðum þar sem Höllin tekur ekki við fleiri gestum. Nefndin vill beina því til allra árganga að nýta alla miða, verði forföll. Einhverjir makar hafa nú þegar gefið eftir sína miða til að koma afmælisstúdentum til bjargar, og þökkum við þeim kærlega fyrir hugulsemina.

Við hvetjum tengiliði árganga til að hafa samband við nefndina ef þörf er á aðstoð. Ekki er hægt að skila miðum til Tix.is en vegna umframeftirspurnar úr öllum árgöngum ætti að vera hægt að nýta alla miða. Sendið okkur póst á jubilantar24@gmail.com.

Mikilvægt er að nefndin sé upplýst um breytingar á miðahaldi milli árganga, vegna skipulags á borðhaldi í Höllinni.

Kveðja undirbúningsnefndin

Miðasala á Júbílantahátíðina 16. júní er hafin!

Hægt er að kaupa miða bæði í mat og ball og svo eingöngu á ballið. Athugið að forsölu miða lýkur 16. maí og eftir þann tíma hækkar miðaverð um 1.000,- kr. Miðasölu í mat og ball verður lýkur þann 14. júní en miðasalan eingöngu á ballið verður í gangi alveg þar til ballið hefst.

Athugið að allur ágóði af hátíðinni mun renna í Uglusjóð til styrktar námi og starfi í MA.

Veldu árganginn þinn og tryggðu þér sæti með bestu sessunautunum!

Þau sem vilja vegan eða pescatarian-seðil, eða eru með ofnæmi, eru beðin um að senda póst á bautinn@bautinn.is með nafni og upplýsingum.

Ef það vakna einhverjar spurningar endilega hafið samband við okkur í netfangið jubilantar24@gmail.com

Miðasalan fer fram á tix.is. Aldurstakmark á hátíðina er 18 ár.

Verði afgangur af rekstri viðburðarins rennur allur ágóði í Uglusjóð MA. Það eru eins árs til sjö­tíu ára MA stúd­ent­ar sem taka þátt í hátíðinni og 25 ára stúdentar eiga veg og vanda að skipulagningu.