Uglusjóður
Uglusjóðurinn var stofnaður af 25 ára stúdentum árið 2009 sem þá sem var útskriftarárgangur 1984. Uglusjóðurinn er hollvinasjóður MA og er honum ætlað að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi. Nemendur og starfsmenn geta sótt um í sjóðnum en úthlutað er á hverju ári. Hægt er að skrá sig sem hollvin sjóðsins og greiða hóflegt árgjald en gjafir afmælisárganga í sjóðinn hafa verið stærstu fjárframlög hans og skipta sköpum í að halda honum sterkum til hagsbóta fyrir nemendur og skólastarf.
„Það er von stofnenda sjóðsins að hann verði vettvangur og farvegur fyrir fyrrum nemendur skólans og aðra hollvini hans að styrkja gott skólastarfið enn frekar.“
Fulltrúi 25 ára stúdenta 2024 í Uglunefnd er Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir.
Við hvetjum alla útskriftarárganga til að safna saman og gefa Uglusjóðnum útskriftar-afmælisgjöf. Reikning Uglusjóðs má finna á ma.is.