Júbílantahátíð MA stúdenta 2024 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 16. júní. Uppsetning hátíðarinnar verður með hefðbundnum hætti – Húsið opnar kl. 18:00 með fordrykk og lifandi tónlist frá Ludvik Kára sem leikur á jazzvíbrafón. Borðhald hefst kl 19:00
– Hátíðarmatseðill frá Bautanum / Rub:
FORRÉTTUR – Miso marineraður þorskur, lime, klettasalat og chili
Sesamristaður túnfiskur, tataki með kimchi og trufflu ponsu og vorlauk
AÐALRÉTTUR Nautalund, karamellaður rauðlaukur, jógúrt kartöflumús, brokkólíni og sveppa soðgljái
EFTIRRÉTTUR Súkkulaði brownie, hvítsúkkulaði rjómi, jarðaber og mulningur
Þau sem vilja vegan eða pescatarian seðil, eða eru með ofnæmi, eru beðin um að senda póst á bautinn@bautinn.is með nafni og upplýsingum.
– Veislustjórar kvöldsins verða Erla Jóna Einarsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson – Við óskum eftir því að fá skemmtiatriði, um 5 mínútur að lengd, frá afmælisárgöngum, það mega vera tónlistaratriði, uppistand, dans eða annað. Fulltrúi 25 ára stúdenta, ræðumaður Íslands 1999, mun halda hátíðarræðu kvöldsins. – Á miðnætti munu hvítu kollarnir fjúka og fyrrum nýnemar bætast í hóp okkar MA júbílanta. – Á stóra sviðinu munu Jónsi og Magni halda uppi gríðar góðri stemningu. Ballið hefst kl 23:00 og því lýkur kl. 03:00
Á efri hæðinni verður hægt að setjast í spjall og drykk í Betri stofunni undir ljúfum tónum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll