Kæru MA-ingar.
Nú má niðurtalninginn byrja því miðasala fyrir hátíðina mánudaginn 16. júní er hafin! Smellið á hnappinn Miðasala hér á síðunni og veljið ykkar árgang svo þið sitjið örugglega með skólafélögum ykkar til borðs. Miðasala fer fram í gegnum tix.is og stendur yfir til 12. júní.
Hátíðin verður hin glæsilegasta!
Íþróttahöllin opnar kl. 18:00. Tekið verður á móti gestum með fordrykkjum og forréttum, úrvali smárétta, og lifandi tónlist frá Helga Heiðari Stefánssyni píanóleikara og 25 ára júbílanti.
Sitjandi borðhald hefst kl 19:00.
– Hátíðarmatseðill frá Bautanum/Rub23:
AÐALRÉTTUR: Grilluð nautalund í RUB23 kryddblöndu með sveppasoðgljáa, kartöflusmælki, gljáðar gulrætur og brokkolíni.
EFTIRRÉTTUR: Hvít súkkulaðimús, hindber, lakkrís og berjasósa.
Þau sem vilja vegan eða fiskseðil, eða eru með ofnæmi, eru beðin um að senda póst á bautinn@bautinn.is með nafni og upplýsingum.
– Veislustjóri kvöldsins verður Stefán Eiríks Stefánsson.
– Óskað er eftir skemmtiatriðum frá afmælisárgöngum, tónlistar- eða dansatriðum, uppistandi eða öðru skemmtilegu; hvert atriði má vera um 5 mínútur að lengd. Endilega komið skemmtiatriðum og óskalögum á framfæri við nefndina með pósti á netfangið jubilantar25@gmail.com.
Á miðnætti munu hvítu kollar eins árs stúdents fjúka og þeir bætast í hóp okkar MA júbílanta.
Á stóra sviðinu mun Færibandið halda uppi fjörinu fram á nótt! Ballið hefst kl 23 og því lýkur kl. 3. Á efri hæðinni verður hægt að taka lagið í karaókí, spjalla og smella af sér myndum í myndaklefa.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!